Wednesday, October 18, 2017

Aðskilnaður ríkis og kirkju, fundur nk. mánudagskvöld

Vinir okkar í Siðmennt halda þennan "Efast á kránni"-viðburð næsta mánudagskvöld:
Er meirihluti á þingi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að ganga í það þegar yfir 70% þjóðarinnar er fylgjandi? Á að heimila kristnar trúarathafnir í opinberum leik- og grunnskólum? Eiga opinberir skólar að taka þátt í trúaruppeldi barna?
Fulltrúar VG, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Pírata (stærstu flokkarnir miðað við kosningaspá Kjarnans) ræða ofangreindar spurningar auk þess að ræða spurningar sem snerta lífsskoðanir og mannréttindi.
KEX hostel ... mánudagskvöldið 23. október ... kl. 20:00.